Smass Leikmenn HK voru vel á verði og freistuðu þess að verjast smassi.
Smass Leikmenn HK voru vel á verði og freistuðu þess að verjast smassi. — Morgunblaðið/Golli
Afturelding á lið í úrslitum bikarkeppninnar í blaki, jafnt í karla- sem kvennaflokki. Karlaliðið vann Vestra í þremur hrinum, 25:22, 25:23, og 25:17, í undanúrslitum í Laugardalshöll í gærkvöldi.

Afturelding á lið í úrslitum bikarkeppninnar í blaki, jafnt í karla- sem kvennaflokki. Karlaliðið vann Vestra í þremur hrinum, 25:22, 25:23, og 25:17, í undanúrslitum í Laugardalshöll í gærkvöldi. Kvennalið Aftureldingar, sem er ríkjandi bikarmeistari, lagði Þrótt Neskaupstað einnig í þremur hrinum, 25:16, 25:17 og 25:20.

Kate Yeazel var stigahæst í liði Aftureldingar með 10 stig. Hjá Þrótti var Ana Maria Vidal með 10 stig.

Afturelding mætir Stjörnunni í úrslitaleik karla í Laugardalshöll á morgun. Stjarnan vann HK í undanúrslitum, 3:0, 25:20, 25:18 og 28:26. Michael Pelliter skoraði 15 stig fyrir Stjörnuna. Hjá HK var Theodór Óskar Þorvaldsson stigahæstur með 17 stig og Kjartan Grétarsson skoraði 9.

Nýkrýndir deildarmeistarar HK mæta Aftureldingu í úrslitum í kvennaflokki, einnig í Höllinni á morgun. HK vann Stjörnuna, 3:1, í undanúrslitum, HK vann tvær fyrstu hrinurnar, 25:12 og 25:10. Stjarnan minnkaði muninn með því að vinna þriðju hrinuna eftir góðan endasprett, 25:23, en HK innsiglaði sigur sinn í fjórðu hrinunni, sem liðið vann 25:13.

Elísabet Einarsdóttir skoraði flest stig HK-inga, eða 19. Erla Rán Eiríksdóttir skoraði 14 stig fyrir Stjörnuna.