Erna Guðmundsdóttir
Erna Guðmundsdóttir
Erna Guðmundsdóttur var í vikunni ráðin framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna. Hún er fædd árið 1970 og hefur verið lögmaður BHM frá 2007 og verið í aðalstarfi þar frá 2014. Hún hefur sinnt lögmennsku fyrir ýmsa fleiri í tímans rás.

Erna Guðmundsdóttur var í vikunni ráðin framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna. Hún er fædd árið 1970 og hefur verið lögmaður BHM frá 2007 og verið í aðalstarfi þar frá 2014. Hún hefur sinnt lögmennsku fyrir ýmsa fleiri í tímans rás.

Erna lauk embættisprófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1999 og öðlaðist hdl. réttindi árið 2001. Hún hefur einnig lokið BA-prófi í stjórnmálafræði og hefur setið í ýmsum nefndum á sviði verkalýðsmála og tengra mála. Erna er gift Friðþjófi I. Jóhannessyni húsasmíðameistara og eiga þau fjóra syni.

BHM er bandalag hagsmunatengdra félaga eða stéttarfélaga sem starfa að fag- og vinnumarkaðsmálum síns fólks. Aðildarfélögin eru 27 og innan þeirra um 12.000 félagsmenn.