Hvítur á leik.
Hvítur á leik.
Staðan kom upp í efstu deild seinni hluta Íslandsmóts skákfélaga sem lauk fyrir skömmu í Rimaskóla. Sigurbjörn Björnsson (2271) hafði hvítt gegn pólska stórmeistaranum Artur Jakubiec (2505) . 63. Ka3! Hh5 svartur hefði einnig tapað eftir 63....Hxb4 64.
Staðan kom upp í efstu deild seinni hluta Íslandsmóts skákfélaga sem lauk fyrir skömmu í Rimaskóla. Sigurbjörn Björnsson (2271) hafði hvítt gegn pólska stórmeistaranum Artur Jakubiec (2505) . 63. Ka3! Hh5 svartur hefði einnig tapað eftir 63....Hxb4 64. Hb3 Hxb3 65. Kxb3. 64. Kb3 Kb6 65. Hg3 Hh6 66. c4 Ka6 67. Ka4 og svartur gafst upp. Mikið er um að vera í íslensku skáklífi þessa dagana. Skákþingi Íslands, áskorendaflokki, lýkur á morgun en mótið fer fram í Stúkunni við Kópavogsvöll. Taflfélag Reykjavíkur heldur tvö barnaskákmót um helgina, annað í dag og hitt á morgun. Það fyrra er undankeppni í Barna Blitz Reykjavíkurskákmótsins og hitt er Páskaeggjasyrpa félagsins, sjá nánar á taflfelag.is. Páskaeggjamót Hugins fer svo fram mánudaginn 10. apríl og tveim dögum síðar Hraðskákmót öðlinga, sjá skak.is.