Göng Kostnaður við gerð Vaðlaheiðarganga rauk upp úr öllu valdi.
Göng Kostnaður við gerð Vaðlaheiðarganga rauk upp úr öllu valdi. — Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Lánsheimild Vaðlaheiðarganga ehf. verður aukin um 4,7 milljarða og frumvarp þess efnis verður lagt fyrir Alþingi á næstunni. Þetta kemur fram í bókun sem var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun.

Lánsheimild Vaðlaheiðarganga ehf. verður aukin um 4,7 milljarða og frumvarp þess efnis verður lagt fyrir Alþingi á næstunni. Þetta kemur fram í bókun sem var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun. Miklar tafir hafa orðið á framkvæmdinni vegna vatnsrennslis og erfiðra jarðlaga. Upphaflegar áætlanir um að verkinu lyki árið 2016 gengu ekki eftir og er nú gert ráð fyrir að ljúka verkinu í árslok 2018. Hefur framkvæmdin því tafist um tvö ár, en í lok mars var búið að klára um 97% af greftri.

Í lögum frá 2012 var kveðið á um 8,7 milljarða fjármögnun af hálfu ríkisins en vegna þess að ófyrirséður kostnaður rauk úr áætluðum 7% upp í 44% af framkvæmdakostnaði er viðbótarfjárþörf því metin á um 4,7 milljarðar, samkvæmt minnisblaði fjármála- og efnahagsráðherra. Ákvörðunin er rökstudd þannig að ríkissjóður kunni að hljóta skaða sem lánveitandi ef ekkert verði að gert og að samfélagslegur ávinningur ganganna sé í húfi. tfh@mbl.is