Í áliti Samkeppniseftirlitsins er m.a. lýst því sem kallað er „þrautaganga“ Festar ehf., sem óskaði eftir að byggja sjálfsafgreiðslustöð eldsneytis við hliðina á Krónunni og Byko á Fiskislóð 15-21.

Í áliti Samkeppniseftirlitsins er m.a. lýst því sem kallað er „þrautaganga“ Festar ehf., sem óskaði eftir að byggja sjálfsafgreiðslustöð eldsneytis við hliðina á Krónunni og Byko á Fiskislóð 15-21. Borgarkerfið tók neikvætt í þessa fyrirspurn frá fyrirtækinu.

Að mati Festar hafi umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar brotið flestar reglur stjórnsýsluréttar við meðferð málsins.

Samkvæmt nýlegum upplýsingum frá Festi hafi málið enn ekki fengið formlega meðferð hjá Reykjavíkurborg og væri ennþá til meðferðar hjá Faxaflóahöfnum, tveimur árum eftir að Festi tilkynnti Reykjavíkurborg um fyrirætlanir fyrirtækisins. Þá lægi ekki fyrir hvenær afstöðu mætti vænta frá Faxaflóahöfnunum um framhald málsins.

„Þrautaganga félagsins staðfesti í raun flestar þær ályktanir sem dregnar hefðu verið fram í frummatsskýrslu Samkeppniseftirlitsins,“ segir m.a. í álitinu.