Söngkonan og lagahöfundurinn Neema, frá Montreal í Kanada, heldur tónleika á Café Rosenberg við Klapparstíg laugardaginn 15. apríl kl. 21. Neema starfaði náið með Leonard Cohen heitnum um árabil og stýrði Cohen upptökum á fyrstu breiðskífu hennar.
Söngkonan og lagahöfundurinn Neema, frá Montreal í Kanada, heldur tónleika á Café Rosenberg við Klapparstíg laugardaginn 15. apríl kl. 21. Neema starfaði náið með Leonard Cohen heitnum um árabil og stýrði Cohen upptökum á fyrstu breiðskífu hennar. Neema hefur haldið tónleika víða um heim og m.a. komið fram á tónleikum með Elton John, Jeff Beck og Cindy Lauper. Neema á ættir að rekja til Egyptalands og Líbanons og er tónlist hennar m.a. undir áhrifum frá þarlendri tónlist.