Bílar Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, sem m.a. er umboðsaðili Volvo.
Bílar Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, sem m.a. er umboðsaðili Volvo. — Morgunblaðið/Styrmir Kári
Hagnaður bifreiðaumboðsins Brimborgar nam 718 milljónum króna á síðasta ári en hann var 327 milljónir króna árið á undan. Tekjur félagsins námu 18,1 milljarði króna á síðasta ári sem er tæplega 39% aukning á milli ára.

Hagnaður bifreiðaumboðsins Brimborgar nam 718 milljónum króna á síðasta ári en hann var 327 milljónir króna árið á undan. Tekjur félagsins námu 18,1 milljarði króna á síðasta ári sem er tæplega 39% aukning á milli ára. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði, EBITDA, nam 1.222 milljónum króna en EBITDA árið 2015 var 714 milljónir.

Eignir félagsins námu 9,0 milljörðum króna í lok síðasta árs og hækkuðu um 2,2 milljarða miðað við áramótin þar á undan. Skýrst það m.a. af því að bókfært verð fasteigna var hækkað og fært til samræmis við áætlað markaðsverð. Eigið fé nam 2,0 milljörðum króna í árslok og var eiginfjárhlutfall félagsins 22,4%.

Stjórn Brimborgar leggur til að greiddur verði arður að fjárhæð tæplega 180 milljónir til hluthafa

á þessu ári en ekki var greiddur út arður á árinu 2016. Hluthafar í félaginu eru Jóhann J. Jóhannsson með 33,1%, Egill Jóhannsson með 26,8%, Arnór Jósefsson með 16,0%, Margrét Egilsdóttir með 13,2%, Margrét Rut Jóhannsdóttir með 8,2% og Aníta Ósk Jóhannsdóttir með 1,9%.