Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu að þeir væru hlynntir uppbyggingu á reitnum en telja að byggingarmagn samkvæmt deiliskipulagi sé of mikið miðað við grunnflöt og heildaryfirbragð aðliggjandi byggðar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu að þeir væru hlynntir uppbyggingu á reitnum en telja að byggingarmagn samkvæmt deiliskipulagi sé of mikið miðað við grunnflöt og heildaryfirbragð aðliggjandi byggðar. Graeme Massie arkitektar, sem áttu vinningstillögu í opinni hugmyndasamkeppni um rammaskipulag gömlu hafnarinnar, hafi sent frá sér yfirlýsingu um að stóra þætti í vinningstillögunni sé ekki að finna í deiliskipulaginu. Gamli Vesturbærinn hafi í meira en öld þróast í nánu sambandi við höfnina en hið nýja hverfi muni einkennast af einsleitum byggingum sem eiga lítið skylt við eldri byggð og byggingarsögu borgarinnar. Þá sé ekki gert ráð fyrir sparkvelli eða öðru svæði til íþróttaiðkunar sem mikil þörf sé á í Vesturbænum.