Krafla Viðamikið rannsóknarverkefni er fram undan á svæðinu.
Krafla Viðamikið rannsóknarverkefni er fram undan á svæðinu. — Morgunblaðið/RAX
Sumir af færustu vísindamönnum heims á sviði eldfjallavísinda hafa lagst á árar að safna allt að 100 milljónum dollara, jarðvirði um 11 milljarða króna, með það að markmiði að koma upp rannsóknamiðstöð í eldfjallafræðum við Kröflu í Mývatnssveit.

Sumir af færustu vísindamönnum heims á sviði eldfjallavísinda hafa lagst á árar að safna allt að 100 milljónum dollara, jarðvirði um 11 milljarða króna, með það að markmiði að koma upp rannsóknamiðstöð í eldfjallafræðum við Kröflu í Mývatnssveit.

Stefna vísindamennirnir að því að bora niður á bergkviku við Kröflu, en verkefnið nefnist Krafla Magma Testbed, eða KMT.

Sérfræðingar frá 27 rannsóknarstofnunum, háskólum og fyrirtækjum í níu löndum sameinast við undirbúning verkefnisins. Í fyrsta áfanga er stefnt að því að safna 50 milljónum dollara til að hefja boranir og koma upp aðstöðu fyrir vísindamenn á árinu 2020. Áætlað er að verkefnið og afleidd starfsemi standi yfir í 30 ár.

Landsvirkjun, í samstarfi við íslenska djúpborunarverkefnið IDDP, boraði óvænt niður í kviku við Kröflu árið 2009. Ætlunin var að bora niður á 4-5 km dýpi en aðeins var búið að bora 2,1 km þegar komið var niður á kvikuna. Einn fyrsti áfangi KMT-verkefnisins er að bora aftur í kvikuna í Kröflu, taka kjarnasýni og gera ýmsar samhliða rannsóknir