Sigríður Andersen
Sigríður Andersen
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir árásina í Svíþjóð, eins og allar aðrar árásir á saklausa borgara, viðurstyggilega. Reglulega sé í skoðun hvort tilefni sé til að vera með varanlegan viðbúnað hér vegna mögulegra árása.

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir árásina í Svíþjóð, eins og allar aðrar árásir á saklausa borgara, viðurstyggilega.

Reglulega sé í skoðun hvort tilefni sé til að vera með varanlegan viðbúnað hér vegna mögulegra árása. „Við reynum að vera eins vel búin og við getum með þann mannafla og það tilefni sem við höfum fyrir okkur á hverjum tíma. Góð almenn löggæsla er besti undirbúningurinn fyrir þetta,“ segir hún.