Í dómi Hæstaréttar sem féll á fimmtudaginn var vísað til lagabálka í konungsbók Grágásar og Mannhelgisbálks Jónsbókar, sem eru báðar frá 13. öld. Málavextir voru þannig að maður slasaðist í steggjun í skipulögðum bardaga gegn reyndum bardagamanni.

Í dómi Hæstaréttar sem féll á fimmtudaginn var vísað til lagabálka í konungsbók Grágásar og Mannhelgisbálks Jónsbókar, sem eru báðar frá 13. öld. Málavextir voru þannig að maður slasaðist í steggjun í skipulögðum bardaga gegn reyndum bardagamanni. Var bardagamaðurinn sýknaður af skaðabótakröfu, en í dómi Hæstaréttar er vitnað í nútímauppfærslu á 34. kafla Grágásar. „Hvar þess er maður gengi til fangs að vilja sínum eða leiks, og væri hann eigi lengur að en hann vildi, þá skyldi hann sjálfur sig ábyrgjast ef hinn vildi honum eigi mein gera, nema hann fengi örkuml eða bana, og mest þá sem engi leikur væri,“ segir í dómnum og því næst er vitnað í Jónsbók, sem hefur verið undirstaða íslensks réttar í 736 ár. 6