Hugleikur Dagsson, Sigurjón Kjartansson og Sjón tóku höndum saman árið 2012 og stofnuðu félagsskapinn og kvikmyndaklúbbinn Svarta sunnudaga í Bíó Paradís, með það að markmiði að sýna költmyndir og klassískar kvikmyndir á sunnudagskvöldum.

Hugleikur Dagsson, Sigurjón Kjartansson og Sjón tóku höndum saman árið 2012 og stofnuðu félagsskapinn og kvikmyndaklúbbinn Svarta sunnudaga í Bíó Paradís, með það að markmiði að sýna költmyndir og klassískar kvikmyndir á sunnudagskvöldum. Fyrir þeim vakti að auðga bíómenningu borgarinnar og njóta lífsgæðanna sem felast í því að klassískar költmyndir séu sýndar reglulega í Reykjavík, eins og það var orðað í tilkynningu í október árið 2012 þegar sýningar hófust hjá Svörtum sunnudögum.

Ýmsir listamenn hafa verið fengnir til að búa til veggspjöld fyrir þær kvikmyndir sem sýndar eru á vegum Svartra sunnudaga og skipta veggspjöldin nú tugum og prýða veggi setustofu kvikmyndahússins.