Það myndi kosta ríkið rúma 19 milljarða króna að fara að tillögum mennta- og menningarmálaráðuneytisins um að færa menningararfinn yfir á stafrænt form samkvæmt skýrslu sem ráðuneytinu var falið að útbúa.

Það myndi kosta ríkið rúma 19 milljarða króna að fara að tillögum mennta- og menningarmálaráðuneytisins um að færa menningararfinn yfir á stafrænt form samkvæmt skýrslu sem ráðuneytinu var falið að útbúa. Þá er ótalinn kostnaður við nauðsynlegan tækjabúnað, langtímavarðveislu og endurgjald til rétthafa höfundarréttar. Þegar er búið að færa um 6% safneignar safna og stofnana landsins á stafrænt form og eru gerðar tillögur um stafræna endurgerð 23% skjala og handrita, sömuleiðis allra bóka frá því fyrir 1850, allra dagblaða og tímarita, og helming bóka sem eru gefnar út síðar til að nefna nokkur dæmi. Mestur kostnaður færi í endurgerð ljósmynda, filma og skyggna eða um 12 milljarðar.

Í skýrslunni kemur fram að í stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum sé búið að færa um 20% handritanna á stafrænt form og er stefnt að stafrænni endurgerð á öllum safnkostinum en metið er að eftir eigi að færa inn 480 þúsund blaðsíður. tfh@mbl.is