Mikill fjöldi lausna barst að venju við vorjafndægragátunni og voru flestir með rétta svarið. Lausnarvísan er svohljóðandi: Á gamals aldri tek mig til, tankinn fylli og held af stað. Krossgátunnar kort ég skil kannske við að nota það.

Mikill fjöldi lausna barst að venju við vorjafndægragátunni og voru flestir með rétta svarið.

Lausnarvísan er svohljóðandi:

Á gamals aldri tek mig til,

tankinn fylli og held af stað.

Krossgátunnar kort ég skil

kannske við að nota það.

Ef við mætumst miðjum á

malarvegi góurinn,

áfram skulum aka þá

og ekki hittast fyrst um sinn.

Bergþór Skúli Eyþórsson

Dalsgerði 7c

600 Akureyri

hlýtur Speglabókina eftir E.O. Chirovici,

Kristrún Gunnlaugsdóttir

Selsnesi 38

760 Breiðdalsvík

fær bókina Svefn eftir Erlu Björnsdóttur og

Hinrik Ingi Árnason

Lækjarvaði 1

110 Reykjavík

hreppir bókina Synt með þeim sem drukkna eftir Lars Mytting.

Vinningshafar geta vitjað vinninganna í móttöku ritstjórnar Morgunblaðsins eða hringt í 569-1100 og fengið bækurnar sendar heim. Morgunblaðið þakkar þeim sem sendu lausnir.