[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
*KR-ingar urðu Íslandsmeistarar félagsliða í borðtennis í fyrrakvöld með því að sigra Víking, 4:3, í oddaleik um titilinn, sem lauk ekki fyrr en undir miðnætti. KR rauf þar með fimm ára sigurgöngu Víkings.

*KR-ingar urðu Íslandsmeistarar félagsliða í borðtennis í fyrrakvöld með því að sigra Víking, 4:3, í oddaleik um titilinn, sem lauk ekki fyrr en undir miðnætti. KR rauf þar með fimm ára sigurgöngu Víkings. Lið KR skipa Breki Þórðarson, Kári Ármannsson, Kári Mímisson og Skúli Gunnarsson . Þjálfari er Kristján Haraldsson .

*Tottenham hefur endurheimt framherjann Harry Kane og verður hann í leikmannahópi liðsins í leiknum gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Kane hefur verið frá keppni síðan um miðjan mars.

*Spænski knattspyrnumaðurinn Alexis Egea er kominn á ný til liðs við Víkinga í Ólafsvík og leikur með þeim á komandi keppnistímabili. Hann spilaði í D-deildinni á Spáni í vetur.