Nýr Herjólfur Svona mun skipið líta út samkvæmt nýjum teikningum.
Nýr Herjólfur Svona mun skipið líta út samkvæmt nýjum teikningum. — Ljósmynd/CRIST S.A
Pólska skipasmíðastöðin CRIST S.A. sem samið var við um smíði á nýrri Vestmannaeyjaferju er komin á fullt í verkefninu. Stöðin hefur nýlega unnið teikningar að útliti nýs Herjólfs, að því er fram kemur í frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar.

Pólska skipasmíðastöðin CRIST S.A. sem samið var við um smíði á nýrri Vestmannaeyjaferju er komin á fullt í verkefninu. Stöðin hefur nýlega unnið teikningar að útliti nýs Herjólfs, að því er fram kemur í frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar.

Pólverjarnir eru að hanna skipið og gengur sú vinna vel. Skipið fer svo í líkanprófanir eftir páska. Pöntun á aðalvélbúnaði, skrúfum og fleiru slíku er lokið. Gert er ráð fyrir að stálskurður hefjist í maí og kjölurinn verði lagður í júlí/ágúst, en þá hefst eiginleg smíði skipsins hjá pólsku skipasmíðastöðinni.

Stefnt er svo á að ljúka smíðinni næsta sumar samkvæmt áætlun. „Enda reiknað með því að ný ferja verði komin í gagnið fyrir þjóðhátíðina í Eyjum 2018,“ segir í frétt Vegagerðarinnar.