Úr Endastöð - Upphaf
Úr Endastöð - Upphaf
Lokasýning á sviðsverki leikhópsins Lab Loka, Endstöð - Upphaf , verður haldin í kvöld í Tjarnarbíói kl. 20.30. Endastöð - Upphaf er sviðslistaverk sem fjallar um hina óverðskulduðu þrenningu: upphafið, ástina og dauðann, segir í tilkynningu.

Lokasýning á sviðsverki leikhópsins Lab Loka, Endstöð - Upphaf , verður haldin í kvöld í Tjarnarbíói kl. 20.30.

Endastöð - Upphaf

er sviðslistaverk sem fjallar um hina óverðskulduðu þrenningu: upphafið, ástina og dauðann, segir í tilkynningu. „Persónur á tímamótum eiga stefnumót, bjóða til veislu og bregða á leik. Margs ber að minnast, mörgu ber að fagna og margt ber að kveðja, því: „Svo mörgum bræðra vorra varð þetta að dýpstu hvöt lífs þeirra: að komst burt,“ segir þar ennfremur.

Leikarar í sýningunni eru Rúnar Guðbrandsson, Árni Pétur Guðjónsson, Aðalbjörg Árnadóttir og Kjartan Darri Kristjánsson.