Rósakaffi stendur við aðalgötuna í Hveragerði, Breiðumörk, og þar geta gestir sest inn í gróðurhúsið og notið þess að fá sér ekki aðeins kaffi, kökur og brauðmeti, heldur er einnig boðið upp á heitan mat af grillinu, súpur og salat.

Rósakaffi stendur við aðalgötuna í Hveragerði, Breiðumörk, og þar geta gestir sest inn í gróðurhúsið og notið þess að fá sér ekki aðeins kaffi, kökur og brauðmeti, heldur er einnig boðið upp á heitan mat af grillinu, súpur og salat. Þess má geta að súpubrauðin þeirra eru með rósablöðum, og að hjá Hverablómi er búið til úr rósablöðunum síróp sem fæst í gjafavörubúðinni. Einnig bjóða Jóna og Guðmundur hjá Hverablómi fólki að kíkja á rósaræktunina í sínu gróðurhúsi og segja fólki sögur úr gróðurhúsunum.

Rósakaffi er opið frá klukkan 8.30 á morgnana til klukkan 21 á kvöldin.