Nafn Engey skal hún heita og sjávarútvegráðherra sá um nafngiftina.
Nafn Engey skal hún heita og sjávarútvegráðherra sá um nafngiftina. — Morgunblaðið/Eggert
Nýjum ísfisktogara HB Granda, Engey RE 91, var formlega gefið nafn í gær í móttökuathöfn við Norðurgarð í Reykjavíkurhöfn. Rúmir tveir mánuðir eru síðan skipið, sem var smíðað í Tyrklandi, kom til landsins.

Nýjum ísfisktogara HB Granda, Engey RE 91, var formlega gefið nafn í gær í móttökuathöfn við Norðurgarð í Reykjavíkurhöfn. Rúmir tveir mánuðir eru síðan skipið, sem var smíðað í Tyrklandi, kom til landsins. Síðustu vikur hefur verið unnið að því að koma fyrir búnaði í skipinu, sem verður eitt það tæknivæddasta í íslenska flotanum.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra gaf Engey nafn með formlegum hætti og Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur blessaði skipið, sem fer til veiða í lok apríl. Á næstu mánuðum koma tvö ný skip inn í flota HB Granda; Akurey og Viðey. sbs@mbl.is