Fjallað verður um lífsferil og tónlist Magnúsar Þórs Sigmundssonar í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ annað kvöld kl. 20. Tónleikarnir eru liður í tónleikaröðinni Söngvaskáld á Suðurnesjum.
Fjallað verður um lífsferil og tónlist Magnúsar Þórs Sigmundssonar í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ annað kvöld kl. 20. Tónleikarnir eru liður í tónleikaröðinni Söngvaskáld á Suðurnesjum. Kynnir og handritshöfundur er Dagný Gísladóttir, söngvari er Elmar Þór Hauksson og um útsetningar og píanóleik sér Arnór B. Vilbergsson.