Horft Sergio Garcia, Lee Westwood og Shane Lowry velta vöngum.
Horft Sergio Garcia, Lee Westwood og Shane Lowry velta vöngum. — AFP
Fjórir kylfingar eru efstir og jafnir eftir tvo hringi á Masters-mótinu í golfi á Augusta National-golfvellinum í Bandaríkjunum.

Fjórir kylfingar eru efstir og jafnir eftir tvo hringi á Masters-mótinu í golfi á Augusta National-golfvellinum í Bandaríkjunum.

Bandaríkjamennirnir Charley Hoffman og Ricky Fowler, Spánverjinn Sergio Garcia og Belginn Thomas Pieters eru allir fjórum höggum undir pari og það stefnir í harðan slag um sigurinn í ár.

Hoffman, sem var með góða forystu eftir fyrsta hringinn sem hann lék á sjö höggum undir pari, missti flugið í gær og lauk keppni á þremur höggum yfir pari.

Fowler og Pieters léku hins vegar afar vel í gær og kláruðu báðir hringinn á fimm höggum undir parinu.

Nokkrir kylfingar áttu eftir að ljúka leik þegar Morgunblaðið fór í prentun en engu að síðu var ljóst að staða efstu manna átti ekki eftir að breytast.

Keppni heldur áfram í dag en Mastersmótinu lýkur að vanda á sunnudagskvöldi. Ef að líkum lætur má vænta spennu allt fram á síðustu holu. Sigurvegari mótsins klæðist hinum sígilda græna jakka þegar hann verður krýndur sigurvegari. Jakkinn er sniðinn og saumaður á elleftu stundu.