Róbert Sighvatsson
Róbert Sighvatsson
Vonir HK-manna um að ná fimmta sæti 1. deildar karla í handknattleik veiktust talsvert í gærkvöldi þegar liðið tapaði fyrir ÍR, 31:21, á sama tíma og Róbert Sighvatsson og lærisveinar í Þrótti unnu Hamrana á Akureyri með eins marks mun.
Vonir HK-manna um að ná fimmta sæti 1. deildar karla í handknattleik veiktust talsvert í gærkvöldi þegar liðið tapaði fyrir ÍR, 31:21, á sama tíma og Róbert Sighvatsson og lærisveinar í Þrótti unnu Hamrana á Akureyri með eins marks mun. HK-menn þurfa að treysta á að ungmennalið Vals vinni KR í lokaleik deildarinnar í dag til að komast í umspilið. KR er stigi á eftir.