Egg Verð er misjafnt eftir búðum.
Egg Verð er misjafnt eftir búðum.
Verðmunur á páskaeggi var mestur á Freyju Ævintýraeggi með Smarties sem var ódýrast í Iceland en dýrast í Hagkaupum, en hlutfallslegur verðmunur var 44%.

Verðmunur á páskaeggi var mestur á Freyju Ævintýraeggi með Smarties sem var ódýrast í Iceland en dýrast í Hagkaupum, en hlutfallslegur verðmunur var 44%. Þetta kemur fram í könnun ASÍ á verðlagningu páskaeggja frá Nóa Síríusi, Freyju og Góu sem var framkvæmd í fyrradag í helstu matvörubúðum landsins og voru skoðaðar 38 tegundir páskaeggja. Sami munur, 44%, var einnig á Góu Páskaeggi nr. 3, sem var ódýrast í Bónus og dýrast í Hagkaupum. Verðmunurinn var mjög misjafn eftir tegund páskaeggja, eða á bilinu 4-44%. Hann var minnstur á Risapáskaeggi frá Nóa Síríusi, sem var ódýrast í Fjarðarkaupum og dýrast í Iceland. Hæsta verðið var oftast í Hagkaupum en lægsta verðið var oftast í Bónus. Þá var mesta úrvalið í Iceland og Fjarðarkaupum en minnst var úrvalið í Víði, sem skýrist af því að verslunin lagði áherslu á eigin páskaegg í ár. Ekki var lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. tfh@mbl.is