Gleði Ánægja skein úr hverju andliti leikmanna Fjölnis þegar sæti í úrvalsdeild var í höfn eftir sigur á KA/Þór.
Gleði Ánægja skein úr hverju andliti leikmanna Fjölnis þegar sæti í úrvalsdeild var í höfn eftir sigur á KA/Þór. — Morgunblaðið/Stella Andrea
Það var glatt á hjalla hjá kvennaliði Fjölnis síðdegis á laugardaginn þegar það tryggði sér sigur í 1. deild kvenna og þar með sæti í úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili. Fjölnir vann KA/Þór, 28:26, í uppgjöri liðanna um hvort þeirra ynni deildina.

Það var glatt á hjalla hjá kvennaliði Fjölnis síðdegis á laugardaginn þegar það tryggði sér sigur í 1. deild kvenna og þar með sæti í úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili. Fjölnir vann KA/Þór, 28:26, í uppgjöri liðanna um hvort þeirra ynni deildina. Sigurdans var stigin í Dalhúsum í leikslok.

KA/Þór tekur þar með þátt í umspilsleikjum um sæti í úrvalsdeildinni og mætir þá FH. Selfoss, sem varð næstneðst í Olísdeildinni, etur kappi við HK.

Fjölnir mun þar með eiga lið í efstu deild karla og kvenna. Það verður í fyrsta sinn sem Fjölnir í Grafarvogi á lið í efstu deild beggja kynja á Íslandsmótinu í handbolta á sama keppnistímabili. iben@mbl.is