Michelle Howard, flotaforingi í Bandaríkjaflota, segir að rússneski flotinn sé nú aðsópsmeiri í höfunum kringum Evrópu en sovéski flotinn var á tímum kalda stríðsins.
Michelle Howard, flotaforingi í Bandaríkjaflota, segir að rússneski flotinn sé nú aðsópsmeiri í höfunum kringum Evrópu en sovéski flotinn var á tímum kalda stríðsins. Lýsti Howard yfir áhyggjum sínum af því að vegna þess að aðgerðir flotans dreifðust á stórt svæði væri hætta á að ríki Atlantshafsbandalagsins, NATO, misstu af heildarmyndinni. Howard, sem er yfirmaður herstjórnar NATO á Miðjarðarhafi, sagði á ráðstefnu um eldflaugavarnir um helgina að augljóst væri að Rússar gerðust nú ágengari á höfunum, jafnvel þó að floti þeirra væri minni en á tímum kalda stríðsins. Nefndi hún ýmis dæmi, jafnt frá Miðjarðarhafi sem og Norðurhöfum.