Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn Víglundsson
Pólitíski rétttrúnaðurinn virðist ætla að fæða af sér lög um jafnlaunavottun hér á landi. Lögin verða þau fyrstu sinnar tegundar í heiminum, sem dugar ekki til að rétttrúnaðarmenn staldri við og velti því fyrir sér hvort of langt er gengið.

Pólitíski rétttrúnaðurinn virðist ætla að fæða af sér lög um jafnlaunavottun hér á landi. Lögin verða þau fyrstu sinnar tegundar í heiminum, sem dugar ekki til að rétttrúnaðarmenn staldri við og velti því fyrir sér hvort of langt er gengið.

Ekki dugar heldur að fræðimenn hafa bent á að óútskýrður launamunur hafi ekki fundist með mælingum hér á landi.

Og það skiptir heldur engu að kostnaðurinn verður ægilegur. Ráðherra talar um hálfa milljón króna á fyrirtæki, sem er sterk vísbending um að hann hafi engan skilning á rekstri fyrirtækja. Kostnaðurinn verður augljóslega margfalt meiri.

Hjá Tollstjóra var gerð tilraun með slíka jafnlaunavottun. Út úr þeirri tilraun kom ekkert sem skipti máli um launamun og sem ekki var vitað áður.

En embættið lagði „mikla vinnu í þetta,“ að sögn mannauðsstjórans, og „stjórnendur þurftu að koma mikið að verkinu. Við þurftum samhliða þessu að endurskoða allar starfslýsingar og fara mjög nákvæmlega í að greina störfin hjá okkur og flokka og út frá því gerum við launagreininguna og skoðum hvort við uppfyllum kröfur jafnlaunastaðalsins.“

Nú kann að vera að stjórnvöld vilji gjarnan að opinbera kerfið eyði tíma sínum og fé skattgreiðenda með þessum hætti, en getur verið að þau telji að atvinnulífið hafi ekkert annað við tímann og fjármagnið að gera?