Gleði Rakel Dögg Bragadóttir og samherjar hennar í Stjörnunni fagna.
Gleði Rakel Dögg Bragadóttir og samherjar hennar í Stjörnunni fagna. — Morgunblaðið/Golli
Stjarnan varð deildarmeistari í Olísdeild kvenna í handknattleik á laugardaginn. Stjarnan vann Fram í úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn, 27:21, í Framhúsinu eftir að hafa verið fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:9. Stjörnuliðið þurfti a.

Stjarnan varð deildarmeistari í Olísdeild kvenna í handknattleik á laugardaginn. Stjarnan vann Fram í úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn, 27:21, í Framhúsinu eftir að hafa verið fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:9.

Stjörnuliðið þurfti a.m.k. að vinna með fimm marka mun til þess að verða deildarmeistari. Fram var fyrir leikinn tveimur stigum á undan.

Stjörnuliðið kom mikið ákveðnara til leiks og náði strax fjögurra marka forskoti, 5:1. Fram-liðinu tókst aldrei að brúa þetta bil. Í síðari hálfleik var Stjarnan lengst af með fimm til sex marka forystu en í fáein skipti lánaðist Fram að minnka muninn í fjögur mörk og nýtti illa þau tækifæri sem gáfust til að draga enn meira á Stjörnuliðið.

Þetta var í níunda sinn sem Stjarnan verður deildarmeistari frá 1992 en það hefur Fram aldrei tekist. Stjarnan mætir Gróttu í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn og Fram leikur við Hauka. Keppnin hefst eftir páska. iben@mbl.is