Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Norður- og Suðurlandi voru kallaðar út um klukkan hálfsex í gær vegna manns sem slasaðist í vélsleðaslysi í Þjófadölum austan við Langjökul.

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Norður- og Suðurlandi voru kallaðar út um klukkan hálfsex í gær vegna manns sem slasaðist í vélsleðaslysi í Þjófadölum austan við Langjökul. Auk björgunarmanna var þyrla Landhelgisgæslu Íslands send á vettvang til aðstoðar. Maðurinn var í kjölfarið fluttur með þyrlunni á sjúkrahús en ekki fengust í gærkvöldi upplýsingar um líðan hans.

Alls tóku þátt í aðgerðinni um 80 sjálfboðaliðar á vegum björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar.