Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk fyrir ungverska liðið Veszprém þegar liðið laut í lægra haldi, 26:21, fyrir makedónska liðinu Vardar Skopje í úrslitaleik Austur-Evrópudeildarinnar í handbolta karla gærkvöld.

Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk fyrir ungverska liðið Veszprém þegar liðið laut í lægra haldi, 26:21, fyrir makedónska liðinu Vardar Skopje í úrslitaleik Austur-Evrópudeildarinnar í handbolta karla gærkvöld.

Austur-Evrópudeildin er keppni þar sem tíu sterkustu félögin frá átta löndum í Austur-Evrópu leiða saman hesta sína. Vardar Skopje hefur nú borið sigur úr býtum í keppninni þrisvar sinnum.