Nýdoktor Íris Ellenberger fyrirlesari.
Nýdoktor Íris Ellenberger fyrirlesari. — Morgunblaðið/Ernir
„Der döde en kat, forleden nat“ – Dönsk tilvera í Reykjavík á fyrri hluta 20. aldar nefnist erindi sem Íris Ellenberger, nýdoktor við sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, flytur kl. 12, á morgun, þriðjudag 11.

„Der döde en kat, forleden nat“ – Dönsk tilvera í Reykjavík á fyrri hluta 20. aldar nefnist erindi sem Íris Ellenberger, nýdoktor við sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, flytur kl. 12, á morgun, þriðjudag 11. apríl, í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins.

Hún fjallar um Reykjavík, sem oft var nefnd „danskur bær“ við upphaf 20. aldar. Enda bjó þar nokkuð af fólki af erlendum uppruna, flest frá Danmörku, sem setti sterkan svip á bæjarlífið og hafði talsverð áhrif á tísku, tungutak, verslun og iðnað. M.a. ræðir hún um veruleika fólks af dönskum uppruna í Reykjavík á þessum tíma út frá hugmyndum um aðlögun og þverþjóðleika sem og áhrif bæjarbragsins á hina dönsku íbúa.

Fyrirlesturinn er sjötti í röð hádegisfyrirlestra Þjóðminjasafnsins og skipulagður í tengslum við sýninguna Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi.