Krydd í tilveruna Sífellt fleiri reyna fyrir sér í kryddjurtaræktun.
Krydd í tilveruna Sífellt fleiri reyna fyrir sér í kryddjurtaræktun. — Morgunblaðið/Rósa Braga
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Ef vel á að takast til við kryddjurtaræktun þarf að vanda vel til verka. Mold, pottur, fræ og vökvi er allt sem til þarf en gott er að fá góð ráð áður en hafist er handa. Á Eldhúsdögum í Bókasafni Seltjarnarness kl. 17.30 í dag, mánudaginn 10.

Ef vel á að takast til við kryddjurtaræktun þarf að vanda vel til verka. Mold, pottur, fræ og vökvi er allt sem til þarf en gott er að fá góð ráð áður en hafist er handa. Á Eldhúsdögum í Bókasafni Seltjarnarness kl. 17.30 í dag, mánudaginn 10. apríl, gefst áhugasömum upplagt tækifæri, en þá fer Auður Rafnsdóttir yfir helstu atriði sáningar kryddjurta með sýnikennslu og kynnir aukinheldur það helsta sem hafa ber í huga við ræktun og umhirðu kryddjurta.

Aðstæður til ræktunar eru misgóðar og mun Auður leggja áherslu á kynningu á ræktun í pottum og kerjum eða við hverjar þær aðstæður sem fólk býr við í nærumhverfi sínu. Fyrirspurnum verður svarað og eru þátttakendur hvattir til að taka með sér penna og blað og punkta hjá sér það helsta sem ber að varast og gæta sérstaklega að við ræktun kryddjurta.

Auður er mikil áhugamanneskja um ræktun kryddjurta og hefur verið iðin við að gefa áhugasömum ræktendum ráð á Facebook-síðu sinni. Síðasta vor gaf Forlagið út bók eftir hana sem heitir Kryddjurtarækt fyrir byrjendur.

Viðburðurinn er ókeypis og öllum opinn.