Árið 1948 Konur við síldarsöltun.
Árið 1948 Konur við síldarsöltun. — Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Margaret Willson frá University of Washinton flytur erindið Hið dularfulla hvarf íslenskra sjókvenna: Gáta um nútíma, minni og vald í stofu 206 í Odda kl. 12-13, í dag, mánudag 10. apríl.

Margaret Willson frá University of Washinton flytur erindið Hið dularfulla hvarf íslenskra sjókvenna: Gáta um nútíma, minni og vald í stofu 206 í Odda kl. 12-13, í dag, mánudag 10. apríl. Í fyrirlestrinum fjallar hún um hvernig konur sem sóttu sjóinn hafa horfið úr sögu sjómennsku og sameiginlegu minni Íslendinga.

Enn eru konur sem stunda sjó ósýnilegar. Willson veltir fyrir sér hvernig slíkt getur gerst í samfélagi sem talið hefur verið með mestu jafnréttissamfélögum í heimi.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku