Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari stendur fyrir Músík í Mývatnssveit í 20. sinn í dymbilviku. Á skírdag er boðið upp á tónleika í Skjólbrekku kl. 20 og á föstudaginn langa í Reykjahlíðarkirkju kl. 21.
Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari stendur fyrir Músík í Mývatnssveit í 20. sinn í dymbilviku. Á skírdag er boðið upp á tónleika í Skjólbrekku kl. 20 og á föstudaginn langa í Reykjahlíðarkirkju kl. 21. Flytjendur auk Laufeyjar eru Domenico Codispoti á píanó, Bryndís Halla Gylfadóttir á selló og söngvararnir Kristinn Sigmundsson, Stefán Jakobsson og Margrét Hildur Egilsdóttir.