Tónlist Hin sex ára Chloe í þáttunum er með betri tónlistarsmekk en flestir.
Tónlist Hin sex ára Chloe í þáttunum er með betri tónlistarsmekk en flestir.
Þættirnir Big little Lies, sem sýndir eru á Stöð 2 fjalla um konur sem eru með börnin sín í fyrsta bekk í einkaskóla í Bandaríkjunum.

Þættirnir Big little Lies, sem sýndir eru á Stöð 2 fjalla um konur sem eru með börnin sín í fyrsta bekk í einkaskóla í Bandaríkjunum. Umfjöllunarefnið er aðallega fjölbreytt vandamál í tengslum við sambönd og uppeldi á örlítið yfirborðskenndan en bara frekar vel gerðan hátt.

Það sem heillar þó hvað helst við þættina er frábær lagalistinn, enda er ég með lögin í eyrunum á meðan þessi pistill er skrifaður. Má segja að tónlistin spili nánast jafn stóra rullu og sjálfir karakterarnir og færi þættina á hærri stall en þessar hefðbundnu dramatísku bandarísku seríur. Fyrst má nefna upphafsstef þáttanna, lagið Cold Little Heart eftir Michael Kiwanuka, sem gefur algerlega tóninn fyrir þættina, frábært lag.

Lögin setja stemninguna, sambland af nýjum og gömlum lögum og hvert öðru betra og ná þau að fanga umfjöllunarefnin. Við heyrum til að mynda agressíva tóna á borð við lag Mörthu Wainwright, Bloody Mother Fucking Asshole, þegar þolandi nauðgunar endurupplifir ofbeldið. Við heyrum lagið Harvest Moon með Neil Young í dramatísku fyrirgefningaratriði. Svo skemmir ekki fyrir að nú þegar er kominn lagalisti á Spotify sem ber heitið „Chloe's Playlist,“ sem er fáránlega góður lagalisti sex ára stelpunnar í þáttunum.

Sigurborg Selma Karlsdóttir