— Morgunblaðið/Golli
Landhelgisgæsla Íslands stefndi norska rannsóknarskipinu Seabed Constructor til hafnar í Reykjavík vegna gruns um að það hefði stundað rannsóknir án tilskilins leyfis innan efnahagslögsögu Íslands.

Landhelgisgæsla Íslands stefndi norska rannsóknarskipinu Seabed Constructor til hafnar í Reykjavík vegna gruns um að það hefði stundað rannsóknir án tilskilins leyfis innan efnahagslögsögu Íslands.

Grunsemdir vöknuðu þegar skipið hafði verið lengi á sama stað í um 120 sjómílna fjarlægð frá Íslandsströndum. Að sögn forstjóra Landhelgisgæslunnar gáfu skipverjar misvísandi svör um aðgerðir sínar og var því ákveðið að stefna skipinu til hafnar í von um frekari skýringar á athöfnum þess.

Kafarar voru kallaðir út til að athuga hvort skipið hefði sérstakan búnað til að rannsaka skipsflök, en fyrirtækið sem leigir skipið segir það ekki hafa verið að stunda rannsóknir. Lögreglan tók skýrslu af skipstjóranum og stendur til að fara yfir tölvugögn og skipsbækur. 2