Útspilið valið. S-Allir Norður &spade;Á4 &heart;K53 ⋄G10652 &klubs;1053 Vestur Austur &spade;852 &spade;93 &heart;D109764 &heart;8 ⋄K3 ⋄ÁD874 &klubs;D7 &klubs;KG962 Suður &spade;KDG1076 &heart;ÁG2 ⋄9 &klubs;Á84 Suður spilar 4&spade;.

Útspilið valið. S-Allir

Norður
Á4
K53
G10652
1053

Vestur Austur
852 93
D109764 8
K3 ÁD874
D7 KG962

Suður
KDG1076
ÁG2
9
Á84

Suður spilar 4.

Ef það er ekki of seint í rassinn gripið er lesandinn beðinn um að skyggja á hendur norðurs, suðurs og austurs og einblína á spil vesturs, sem á út gegn 4 eftir einfaldar sagnir: 1-1G-4. Hvað skal það vera – tromp, hjarta, tígulkóngur eða laufdrottning? Allt kemur til greina.

Í útspilsbókum er strengilega varað við því að spila út háspili öðru. Jú-jú, það getur heppnast vel að þruma út kóng eða drottningu frá tvílit, en þetta „útspil unga mannsins“ er áhættunni markað og oft hræðilega dýrkeypt. Tromp er huglaust „gamalmennaútspil“, sem hefur tilgang fyrst og fremst að fresta átökum. Stundum er það í lagi, en oft tapast verðmætur tími á slíkum hægagangi.

Böndin berast sem sagt að hjartalitnum – eina útspilinu sem gefur samninginn. Tíu spilarar Íslandsmótsins völdu þann kostinn. Ellefu lögðu niður K, sex reyndu D og einn kom út með tromp.

Fróðlegt.