Vinnsla Nægur afli er undirstaða.
Vinnsla Nægur afli er undirstaða. — Morgunblaðið/Skapti
Undirstaðan í rekstri sjálfstæðra fiskframleiðenda er brostin ef handhöfum aflaheimilda verður heimilt að hliðra 30% veiðiheimilda sinna milli ára.

Undirstaðan í rekstri sjálfstæðra fiskframleiðenda er brostin ef handhöfum aflaheimilda verður heimilt að hliðra 30% veiðiheimilda sinna milli ára. Ef af þessum breytingum verður þurfa fyrirtækin að hefja undirbúning að uppsögnum hundraða starfsmanna um allt land, segir í tilkynningu frá Samtökum fiskframleiðenda og útflytjenda.

Fiskframleiðendur segja að heimildin til hliðrunar aflaheimilda dragi verulega úr því magni sem fari á fiskmarkaði. Handhafar kvótans hagnist en fiskverkendur, stafsfólk og neytendur beri skaða af. Þeir segja að mikil eftirspurn sé eftir íslenskum fiski á erlendum mörkuðum sem ekki sé hægt að fullnægja. Það sé fjarstæða að virðiskeðjan í sjávarútvegi haldist best séu kvóti, veiðar, vinnsla og sala á sömu hendi. Í nýafstöðu sjómannaverkfalli hafi sjálfstæðum fiskframleiðendum tekist að útvega afurðir á mikilvæga ferskfiskmarkaði sem skilað hafi háu verði. Við þessar aðstæður hafi verið lítið gagn í hinni óslitnu virðiskeðju. Stjórnvöld eigi því að kalla eftir samfélagsábyrgð kvótahafa í stað þess að sveigja kerfið svo hagsmunum þeirra sé best þjónað. sbs@ mbl.is