Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mun funda með Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, um miðjan apríl. „Þetta er fyrsti fundurinn til að fara yfir Brexit og samskipti landanna.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mun funda með Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, um miðjan apríl.

„Þetta er fyrsti fundurinn til að fara yfir Brexit og samskipti landanna. Bretar hafa lýst yfir áhuga, og við svo sannarlega líka, að halda góðum og opnum samskiptum milli ríkjanna eins og hefur verið um langa hríð,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við Morgunblaðið.

„Við setjum alltaf markið hærra,“ segir Guðlaugur spurður hvort hann telji mögulegt að ná betri milliríkjasamningi við Bretland utan Evrópusambandsins. „Það eru tollar til dæmis á ákveðnar sjávarafurðir núna, en þetta snýr samt að mörgu öðru en bara að viðskiptum. Það eru takmarkanir á EES-samningum eins og hann er í dag – þá sérstaklega varðandi tolla og aðgang að ákveðnum mörkuðum.“ Guðlaugur Þór segir Brexit vera eitt af stóru málunum hjá utanríkisráðuneytinu og sitji ráðuneytið því ekki auðum höndum þótt Brexit-ferlið sé hægt. mhj@mbl.is