— AFP
Meira en 20.000 manns komu saman í Stokkhólmi í gær til þess að minnast fórnarlamba hryðjuverkaárásarinnar á föstudaginn var, en fjórir létust í henni. Lögregluna grunar að hún sé með þann sem framdi árásina í haldi, 39 ára gamlan mann frá Úsbekistan.

Meira en 20.000 manns komu saman í Stokkhólmi í gær til þess að minnast fórnarlamba hryðjuverkaárásarinnar á föstudaginn var, en fjórir létust í henni.

Lögregluna grunar að hún sé með þann sem framdi árásina í haldi, 39 ára gamlan mann frá Úsbekistan. Sá mun hafa sýnt öfgasamtökum á borð við Ríki íslams mikinn áhuga, auk þess sem honum hafði verið neitað um landvistarleyfi í Svíþjóð.