[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
* Birkir Már Sævarsson , landsliðsbakvörður í knattspyrnu, lagði upp jöfnunarmark Hammarby sem gerði 1:1-jafntefli gegn Kalmar í annarri umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla í gær.

* Birkir Már Sævarsson , landsliðsbakvörður í knattspyrnu, lagði upp jöfnunarmark Hammarby sem gerði 1:1-jafntefli gegn Kalmar í annarri umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla í gær. Ögmundur Kristinsson lék í marki Hammarby að vanda og Arnór Smárason lék sömuleiðis leikinn frá upphafi til enda.

*Þeir Kristinn Ingi Halldórsson og Orri Sigurður Ómarsson , leikmenn meistaraflokks Vals í knattspyrnu, hafa framlengt samninga sína við Val til ársins 2019. Kristinn Ingi á að baki 63 leiki fyrir Val og hefur í þeim skorað 16 mörk í deild og bikar.

Orri Sigurður hefur leikið með Valsmönnum síðustu tvö tímabil og á að baki 54 leiki og eitt mark og hefur verið öflugur í vörn.

* Elías Már Ómarsson lagði upp annað mark Gautaborgar, sem lagði Sirius að velli með tveimur mörkum gegn engu í annarri umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla í gær.

Mix Diskerud kom Gautaborg yfir á 63. mínútu leiksins. Elías Már hóf leikinn á varamannabekk Gautaborgar en kom síðan inn á á 75. mínútu leiksins og var ekki lengi að láta til sín taka.

Elías Már lagði upp mark fyrir Mikael Boman, sem hafði sömuleiðis nýverið komið inn á sem varamaður.