Sótt hefur verið um undanþágu til frjáls innflutnings osta úr ógerilsneyddri mjólk. Karl og Vilhjálmur eru andvígir vegna hættu á mæði-visnu smiti, sem olli miklum búsifjum hérlendis á sínum tíma.
Sótt hefur verið um undanþágu til frjáls innflutnings osta úr ógerilsneyddri mjólk. Karl og Vilhjálmur eru andvígir vegna hættu á mæði-visnu smiti, sem olli miklum búsifjum hérlendis á sínum tíma. Veiran, „frænka alnæmisveirunnar,“ eins og Vilhjálmur segir, er landlæg í sauðfé hvarvetna nema hér. Vísindamaður á Keldum hefur rannsakað ógerilsneyddan ost, keyptan í Reykjavík, og í honum var veiran. Vegna sérstakrar meðhöndlunar og biðtíma fyrir sölu stafaði ekki hætta af honum en Karl og Vilhjálmur óttast að ef innflutningur verði gefinn frjáls geti veiran borist á ný í íslenskt sauðfé.