Vinsælt Gestir kynnast norrænum mönnum í Víkingasafninu í Jórvík.
Vinsælt Gestir kynnast norrænum mönnum í Víkingasafninu í Jórvík. — Ljósmynd/Jorvik Viking Centre
Víkingasafnið í York á Englandi, Jorvik Viking Centre, var opnað að nýju nú um helgina eftir hafa verið lokað í vel á annað ár eftir að alvarleg flóð í desember 2015 færðu safnið að talsverðu leyti á kaf.

Víkingasafnið í York á Englandi, Jorvik Viking Centre, var opnað að nýju nú um helgina eftir hafa verið lokað í vel á annað ár eftir að alvarleg flóð í desember 2015 færðu safnið að talsverðu leyti á kaf.

Nauðsynlegar endurbætur á safninu, einum vinsælasta viðkomustað ferðamanna í Jórvíkurskíri, kostuðu á fimmtu milljón punda, um 600 milljónir króna.

Víkingasafnið var fyrst opnað almenningi fyrir 32 árum en í því er sviðsett í húsum og á götum mannlíf eins og fornleifafræðingar telja að hafi verið lifað á staðnum í kringum árið 1000, með vopnuðum mönnum, kaupmönnum, konum og börnum, en á þeim tíma voru norrænir menn áhrifamiklir á þessum slóðum. Safnið byggist á upplýsingum og munum sem komu í ljós á svæðinu í fornleifauppgrefti á áttunda áratug liðinnar aldar, þar sem fornleifafræðingar grófu upp leifar stórs samfélags.