Hydra and Kali Eitt af hundruðum nýrra verka eftir Hirst sem eru sýnd í tveimur söfnum í Feneyjum, Punta della Dogana og Palazzo Grassi.
Hydra and Kali Eitt af hundruðum nýrra verka eftir Hirst sem eru sýnd í tveimur söfnum í Feneyjum, Punta della Dogana og Palazzo Grassi. — AFP
Afar viðamikil sýning á nýjum verkum breska stjörnulistamannsins Damiens Hirst var opnuð í tveimur söfnum í Feneyjum um helgina; Punta della Dogana og Palazzo Grassi.

Afar viðamikil sýning á nýjum verkum breska stjörnulistamannsins Damiens Hirst var opnuð í tveimur söfnum í Feneyjum um helgina; Punta della Dogana og Palazzo Grassi. Hirst, sem er tekjuhæsti myndlistarmaður allra tíma, hefur ekki sýnt ný verk í um áratug. Nú stillir hann hins vegar fram hundruðum nýrra þrívíðra verka, undir heitinu „Treasures from the Wreck of the Unbelievable“, og lætur sem um sé að ræða fjársjóði sem bjargað hefur verið af hafsbotni eftir einhverjar aldir.

Hirst segist í viðtölum hafa eytt morð fjár í framleiðslu verkanna, milljörðum króna, en galleristar hans vonast til að sala til safnara gangi vel. Fyrstu dómar eru lofsamlegir; The Guardian gefur sýningunni fimm stjörnur og segir Hirst endurfæddan og verkin merkileg.