Reynsla síðustu ára frá því að gistiskýlið var opnað við Lindargötu sýnir að hluti þeirra karla sem þurfa neyðarþjónustu vegna húsnæðisleysis þurfa á varanlegum stuðningi í búsetu að halda.

Reynsla síðustu ára frá því að gistiskýlið var opnað við Lindargötu sýnir að hluti þeirra karla sem þurfa neyðarþjónustu vegna húsnæðisleysis þurfa á varanlegum stuðningi í búsetu að halda.

„Samantekt á notkun gesta fyrstu 8 mánuði ársins 2016 sýnir að 30 af 165 gestum á því tímabili, eða um 18% gesta, standa fyrir 70% af öllum gisti nóttum á tímabilinu. Þetta sýnir að lítill hluti gesta notar gistiskýlið meira og minna að staðaldri en stór meirihluti gesta notar það lítið eða við sérstakar aðstæður,“ segir í áætlun um breytingu á skipulagi og framkvæmd þjónustu fyrir utangarðsfólk, sem birt var í febrúar á þessu ári. „Hér er því um tvo hópa að ræða, annars vegar fastagesti, sem nota gistiskýlið nánast sem heimili, og hins vegar gesti sem nota skýlið við sérstakar aðstæður eða í neyð.“