Lögreglan í Ósló, höfuðborg Noregs, handtók í fyrrinótt mann sem hafði í fórum sínum grunsamlegan kassa sem minnti á sprengju. Svæðið var rýmt og sprengjudeild kölluð til.

Lögreglan í Ósló, höfuðborg Noregs, handtók í fyrrinótt mann sem hafði í fórum sínum grunsamlegan kassa sem minnti á sprengju. Svæðið var rýmt og sprengjudeild kölluð til. Sprengdi hún upp kassann og var unnt að staðfesta að um heimatilbúna sprengju hefði verið að ræða.

Í kjölfarið hækkaði öryggislögreglan í Noregi viðbúnaðarstig sitt í næstu tvo mánuði, og er hryðjuverkaárás í Noregi talin „líkleg“ á þeim tíma.

Maðurinn sem handtekinn var er 17 ára hælisleitandi frá Rússlandi sem búsettur hefur verið í Noregi frá 10 ára aldri. Benedicte Bjørnland, yfirmaður öryggislögreglunnar, sagði að maðurinn væri grunaður um tengsl við öfgasinnaðan íslamisma vegna bakgrunns síns. Málið er því rannsakað sem mögulegt hryðjuverk.