Samtals urðu til um 98.000 ný störf í Bandaríkjunum í mars, ef landbúnaður er undanskilinn. Eru þetta mun færri störf en mánuðina á undan, en í bæði janúar og febrúar bættust við meira en 200.000 ný störf á bandarískum vinnumarkaði.

Samtals urðu til um 98.000 ný störf í Bandaríkjunum í mars, ef landbúnaður er undanskilinn. Eru þetta mun færri störf en mánuðina á undan, en í bæði janúar og febrúar bættust við meira en 200.000 ný störf á bandarískum vinnumarkaði. Spár hagfræðinga bentu til þess að þeir væntu um 180.000 nýrra starfa í síðasta mánuði.

Að sögn Reuters er þróunin í mars rakin til þess að veðurfar í mánuðinum var slæmt og hægði á mannaráðningum í byggingageira, hjá verksmiðjum, í ferðaþjónustu og í afþreyingargeira. Alla jafna þurfa á bilinu 75-100.000 ný störf að verða til í Bandaríkjunum í mánuði hverjum til að halda í við fólksfjölgun.

Atvinnuleysisprósentan lækkaði úr 4,7% niður í 4,5% og hefur ekki mælst lægri síðan í maí 2007.

Atvinnuþátttaka mældist 63% í mánuðinum og hefur verið á hægfara uppleið frá því síðla árs 2015. Fyrir fjármálahrun mældist atvinnuþátttaka í kringum 66%. ai@mbl.is