Alfreð Gíslason
Alfreð Gíslason
Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Kiel fögnuðu í gær sigri í bikarkeppninni í Þýskalandi eftir öruggan sigur á Flensburg, 29:23, í úrslitaleik í Hamborg. Þetta er í tíunda sinn sem Kiel verður bikarmeistari, þar af í fimmta sinn undir stjórn...

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Kiel fögnuðu í gær sigri í bikarkeppninni í Þýskalandi eftir öruggan sigur á Flensburg, 29:23, í úrslitaleik í Hamborg. Þetta er í tíunda sinn sem Kiel verður bikarmeistari, þar af í fimmta sinn undir stjórn Alfreðs.

Fyrri hálfleikur var jafn og var Kiel með eins marks forskot að honum loknum, 13:12. Kiel-liðið náði undirtökunum fljótlega í síðari hálfleik og þegar 10 mínútur voru liðnar af hálfleiknum var það komið með fimm marka forskot, 20:15. Góður varnarleikur og stórleikur Niklas Landin í markinu lagði grunn að forskoti Kiel. Króatinn Domagoj Duvnjak reis upp af sjúkrabeði og fór fyrir Kiel-liðinu í leiknum. Hann skoraði sjö mörk. iben@mbl.is