Þorlákshöfn Yfir 1.500 búa í bænum.
Þorlákshöfn Yfir 1.500 búa í bænum. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Allt að helmingur þeirra 800 íbúa í Þorlákshöfn sem eru á vinnumarkaði sækir vinnu sína á höfuðborgarsvæðið. Þar í bæ fjölgar fólki jafnt og þétt. Árið 2015 voru Þorlákshafnarbúar 1.460 en eru nú orðnir 1.572. Gunnsteinn R.

Allt að helmingur þeirra 800 íbúa í Þorlákshöfn sem eru á vinnumarkaði sækir vinnu sína á höfuðborgarsvæðið. Þar í bæ fjölgar fólki jafnt og þétt. Árið 2015 voru Þorlákshafnarbúar 1.460 en eru nú orðnir 1.572.

Gunnsteinn R. Ómarsson bæjarstjóri segir bæinn bera fjölgun um allt að 500 manns til viðbótar frá því sem nú er án þess að sveitarfélagið þurfi að fjárfesta mikið í innviðum. Vegna þess hefur verið hrundið af stað átaki til þess að fá fólk til að flytja í bæinn. Er þar meðal annars vakin athygli á því að eystra bjóðist ódýrt húsnæði og ekki sé tiltökumál að aka til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu. 10