Keith Palmer
Keith Palmer
Keith Palmer, lögregluþjónninn sem lést í árásinni á breska þingið í síðasta mánuði, mun fá heiðursútför í dag. Samþykki Elísabetar drottningar þarf til þess að slík útför fari fram.

Keith Palmer, lögregluþjónninn sem lést í árásinni á breska þingið í síðasta mánuði, mun fá heiðursútför í dag. Samþykki Elísabetar drottningar þarf til þess að slík útför fari fram. Haldin var sérstök útfararþjónusta í gær í kapellu breska þinghússins og kista Palmers færð þangað, þar sem hún var yfir nótt.

Þetta þykir fágætur heiður, en á meðal þeirra sem hafa fengið slíka útför eru Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Breta. Gert er ráð fyrir að fjölmenni verði við útför Palmers í dag og mun fjöldi lögreglumanna vítt og breitt um Bretland halda til Lundúna til að fylgja honum til grafar.

Palmer var 48 ára gamall þegar hann lést. Hann var stunginn til bana af Khalid Masood áður en Masood var skotinn af vopnuðum lögregluþjóni. Masood hafði áður keyrt bíl yfir Westminster-brú á ofsahraða, en fjórir aðrir létust af völdum árásarinnar.