Voff Snorri Ásmundsson skellti sér í hundagervi og málaði myndir.
Voff Snorri Ásmundsson skellti sér í hundagervi og málaði myndir. — Morgunblaðið/Golli
„Maður upplifir okkur mannfólkið bara sem svona hálfgerða hunda,“ segir listamaðurinn Snorri Ásmundsson.
„Maður upplifir okkur mannfólkið bara sem svona hálfgerða hunda,“ segir listamaðurinn Snorri Ásmundsson. Sýning hans Voff var opnuð með óhefðbundnum gjörningi í Gallerí Port á laugardag, en sex lifandi hundar, nokkur tuskudýr og leikkonan Kría Brekkan, klædd í hundagervi, tóku þátt í gjörningnum. Sjálfur var Snorri með hundaeyru og skott meðan á gjörningnum stóð og málaði hann 21 mynd á meðan. „Það gerðust einhverjir galdrar þarna,“ segir Snorri, sem er ánægður með hvernig til tókst. Hundafárið var tekið upp á myndband og verður sýningin opin til 16. apríl þar sem myndirnar verða til sýnis.